Í verkefninu Mýrvið er mæld öndun lofttegunda að og frá vistkerfi asparskógarins í Sandlækjarmýri í …
Í verkefninu Mýrvið er mæld öndun lofttegunda að og frá vistkerfi asparskógarins í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Myndin er tekin í janúar 2015. Glittir í Jarlhettur í fjarska milli háspennustauranna.

Fundur í Gamla-Bíó í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar

Í tilefni af 50 ára afmæli sínu heldur Landsvirkjun opna fundi um ýmis málefni. Miðvikudaginn 4. mars býður fyrirtækið til opins fundar í Gamla-Bíó í Reykjavík frá klukkan 14 til 17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.

Tveir sérfræðingar á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, halda erindi á fundinum, Arnór Snorrason og Bjarki Þór KJartansson. Allir eru velkomnir en skráning fer fram á heimasíðu Landsvirkjunar.

Fundurinn verður sendur út beint á Youtube-síðu Landsvirkjunar og vistaður þar að honum loknum.

Dagskrá:

Hlutverk Landsvirkjunar í loftslagsmálum
Ragnheiður Ólafsdóttir, Landsvirkjun

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra, hvað er til ráða?
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands

Uppgræðsla lands
Jóhann Þórsson, Landgræðsla ríkisins

Breytum lofti í við – kolefnisbinding með skógrækt
Arnór Snorrason, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá

Landgræðsluskógar og skógrækt við Búrfell
Einar Gunnarsson, Skógræktarfélag Íslands

Skógrækt undir merkjum Kolviðar
Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri

Mýrviður – loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi
Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá

Endurheimt votlendis
Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóli Íslands

Tækifæri og framtíðarsýn íslenskra fyrirtækja í loftslagsmálum
Bryndís Skúladóttir, Samtök iðnaðarins

Umræður

Fundarstjóri er Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson