Á námskeiðunum um húsagerð úr skógarefni er unnið eftir gömlum aðferðum við samsetningu húsgagna þar…
Á námskeiðunum um húsagerð úr skógarefni er unnið eftir gömlum aðferðum við samsetningu húsgagna þar sem bæði er notaður þurr og blautur viður.

Á fjórða hundrað manns hafa sótt þessi námskeið frá árinu 2010

Hið sívinsæla námskeið „Húsgagnagerð úr skógarefni“ var haldið um helgina í skemmu Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum. 

Námskeiðið er á vegum Skógræktarinnar og Landbúnaðarháskóla Íslands en er haldið í samvinnu við Iðuna fræðslusetur ehf. Iðan styður félagsmenn sína sem eru m.a. iðnaðarmenn til þátttöku í ýmsum námskeiðum, svo sem þessu.





Á námskeiðunum um húsagerð úr skógarefni er unnið eftir gömlum aðferðum við samsetningu húsgagna þar sem bæði er notaður þurr og blautur viður. Þátttakendur æfa fyrstu skrefin með gerð lítilla frummynda og setja síðan saman tréhamar (kjullu) út greni og úlfareyni, koll úr ösp og sitkagreni og einfaldan bekk úr greni. Kúnstin er síðan að koma í veg fyrir of snögga þurrkun svo fínu húsgögnin springi ekki út og suður.


Í 11 manna hópi þátttakenda voru  m.a. smiðir, iðjuþjálfar, skógræktarfólk og skrifstofufólk á ýmsum aldri. Frá árinu 2010 hafa verið haldin 25 námskeið sem þetta með samanlagt 314 þátttakendum. 

Um næstu helgi verður boðið upp á framhaldsnámskeið í húsgagnagerð á sama stað þar sem flóknari smíði fer fram svo sem gerð bekkjar með baki og samsetning á greinahaldara sem er mikilvægur fyrir þá sem stunda grisjun og skógarnytjar.






Texti og myndir: Ólafur Oddsson