Um þessar mundir býður Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands upp á spennandi námskeið í húgagnagerð úr skógarefni, bæði á Snæfoksstöðum og Hallormsstað.

Námskeiðið hefur þróast upp úr námskeiðinu Lesið í skóginn - tálgað í tré sem hefur verið kennt í frá árinu 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. Námskeiðið er öllum opið. Það hentar t.d smíðakennurum, kennurum, sumarbústaðafólki, skógar-eigendum, skógræktarfólki, handverksfólki og öðrum er vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem er að falla til við grisjun.

Á námskeiðinu:

  • lærir þú að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar,
  • þú kynnist eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra,
  • lærir þú að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum,
  • þú kynnist fersku og þurru efni og samsetningu þess,
  • þú lærir að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn.

Öll verkfæri og efni til staðar. Verið í vinnufatnaði á námskeiðinu. Allir fara heim með einn koll og bekk.

Kennari: Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og verkefnisstjóri Lesið í skóginn og fl.

Tími: Á Snæfoksstöðum: Fös. 22. feb, kl. 16:00-19:00 og  lau. 23. feb, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktarfélagi Árnesinga, Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Skráning til 15. febrúar.
Á Hallormsstað: Fös. 8. mars, kl. 16:00-19:00 og  lau. 9. mars, kl. 09:00-16:00 (14 kennslustundir) hjá Skógræktinni á Hallormsstað. Skráning til 1. mars.

Verð: 22.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði)Skráning: Á vefsíðu Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.