Í sumar hefur verið unnið að því að kortleggja skóginn á Stálpastöðum með það að markmiði að átta sig á umfangi grisjunar í framtíðinni og hvernig mætti skipuleggja notkun skógarins til útivistar til framtíðar. Ólafur Erling Ólafsson hefur haldið utan um starfið og liggur nú fyrir ítarleg skýrsla með hugmyndum um aðgerðir og fjárhagsáætlun. Verkefnið verður nánar kynnt á haustmánuðum.