Hreinn Óskarsson hefur tekið við starfi skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Suðurlandi tímabundið, þ.e. frá 1. apríl sl. til 31. desember. Hreinn gegndi starfi skógarvarðar á árunum 2002-2008, er hann hóf störf sem framkvæmdastjóri Hekluskóga. Hann mun, það sem eftir lifir árs, starfa bæði sem skógarvörður á Suðurlandi (75%) og framkvæmdastjóri Hekluskóga (25%). Skrifstofa skógarvarðar hefur af þessu tilefni verið flutt frá Selfossi í Gunnarsholt. Símanúmer Hreins eru 471-2100 (aðalskrifst.) og 899-1971 en netfangið er hreinn@skogur.is.

Umdæmi skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Suðurlandi nær frá Þingvöllum í vestri, austur á Kirkjubæjarklaustur. Helstu skógar eru í Þjórsárdal, Haukadal, Þórsmörk og á Tumastöðum.