Halldór Sverrisson hefur ráðinn til starfa á Mógilsá frá og með 1. maí að telja. Um er að ræða hlutastarf og jafnframt er hann í starfi hjá Rala og hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Raunar mun Halldór fara í hálfs árs leyfi frá störfum hjá þessum stofnunum nú í haust og snúa sér að ritun bókar um skaðvalda á gróðri og í húsum, en til þess hlaut hann nýverið styrk úr Fræðibókasjóði. Mikill fengur er að því að fá Halldór til starfa á Mógilsá enda er skógræktarmönnum að góðu kunnur af fyrri störfum hans við rannsóknir á trjásjúkdómum og nytsömum örverum í skógrækt. Við bjóðum Halldór velkominn í raðir skógarmanna.