Hæstu tré landsins gæti verið að finna í skógarreit á Kirkjubæjarklaustri. Skógarvörðurinn á Suðurlandi var á ferðinni þar í gær og mældi hæð hæsta sitkagrenitrésins í skóginum um 22 m. Sigurlaug Helgadóttir gróðursetti grenitrén ásamt fjölskyldu sinni um 1950. Hæstu trén má sjá á meðfylgjandi mynd sem er tekin úr hlíðinni ofan við Klausturbæina, sjást bæjarhúsin og Skaftá í baksýn. Eru trén í fullum vexti og hækka um rúmlega 50 cm á hverju ári.