Góð þátttaka var á aðalfundi Ungviðar og hartnær helmingur skráðra félaga kom á fundinn
Góð þátttaka var á aðalfundi Ungviðar og hartnær helmingur skráðra félaga kom á fundinn

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar fór fram í fundarsal rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá við Kollafjörð föstudaginn 21. apríl. Um helmingur skráðra félaga sótti aðalfundinn og sjö nýir skráðu sig í félagið á fundinum. Nýr formaður Ungviðar er Hallþór Jökull Hákonarson, verðandi skógfræðingur og húsasmiður.

Edda segir frá Skógræktinni og starfsemi og sögu rannsóknasviðsRannsóknasvið Skógræktarinnar bauð fram fundarsal sinn á Mógilsá undir aðalfundinn sem hófst á því að Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðstjóri rannsókna, sagði frá starfsemi Skógræktarinnar og tíundaði sögu rannsóknastarfseins á Mógilsá við kollafjörð.

Því næst flutti Ragnar Gunnarsson, formaður Ungviðar, skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og ræddi um stefnu þess og markmið. Stjórnarfólk kynnti sig því næst stuttlega en að því búnu var efnt til hringborðsumræðu þar sem nýir og eldri félagar kynntu sig og tíunduðu áhugamál sín og væntingar til félagsskaparins Ungviðar. 

Guðlaugur Ingi Ástvaldsson fór svo yfir fjármál félagsins. Styrkir á síðasta starfsári námu um 1,8 milljónum króna frá Landgræðslusjóði og Skógræktarfélagi Íslands. Sömuleiðis hafði félagið tekjur af verktakastarfsemi fyrir Skógræktina og landeigendur. Útgjöld félagsins námu um 1,1 milljón króna. Að auki er búist við tekjum upp á 1,2 milljónir króna vegna útistandandi styrkja og tekna frá árinu 2022, auk tekna vegna vinnu í upphafi þessa árs.

Góð þátttaka var í fundinum og góðar umræðurÞátttaka í fundinum var góð og alls komu 23 manns á fundinn í eigin persónu en fjórir voru með í fjarfundi. Sjö manns sóttu um inngöngu í félagið og félagatalan í apríl náði því 49 manns. Ýmis mál voru rædd á fundinum og stjórnarfólk svaraði spurningum sem snertu:

  1. Skógræktarlandið í Brynjudal og að Fossá:
  • hvað nú er til umráða (8,5 ha í Brynjudal)
  • hvað er væntanlegt á næstunni (um 30 ha í Brynjudal frá Landgræðslusjóði)
  1. Brýna þörf á girðingu svæðisins í Brynjudal áður en hafist verður handa við gróðursetningu.
  2. Markmiðið að safna fé til að reisa skýli undir búnað.
  3. Langtímamarkmiðið um ræktun fjölnytjaskógar sem næði alla leið úr Brynjudal að Fossá.
  4. Færar leiðir til að afla nægilegs fjár svo Ungviður geti haldið áfram að skipuleggja viðburði og gera gróðursetningaráætlanir til langs tíma.to make enough money so that Ungviður can keep organizing events and plan long-term tree planting operations.

Ný stjórn

Nýkjörin stjórn Ungviðar á tröppunum á MógilsáNý stjórn var kosin á aðalfundinum og er nýr formaður félagsins Hallþór Jökull Hákonarson. Hann er nú að ljúka BS-prófi í skógfræði frá LbhÍ en stundar einnig nám í húsasmíðum á Akranesi. Hallþór Jökull er einn stofnfélaga Ungviðar og var varaformaður þess í tvö ár.

Guðlaugur Ingi Ástvaldsson var endurkjörinn gjaldkeri Ungviðar. Hann starfar á endurhæfingarstöð fyrir fíkniefnaneytendur í Reykjavík og er stofnfélagi í Ungviði eins og Hallþór Jökull. Hann tók við gjaldkeraembættinu fyrir ári.

Í stöðu ritara félagsins var kjörin Elisabeth Bernard, mannfræðingur frá Frakklandi og verkefnastjóri hjá Skógræktarfélagi Íslands.

Varaformaður verður Eysteinn Eyjólfsson, starfsmaður við Hvalasafnið í Reykjavík, sem stundað hefur nám í umhverfisfræðum við HÍ. Hann var kosinn í stjórn félagsins í fyrra.

Aðrir stjórnarmenn eru Narfi Hjartarson sem er að ljúka skógfræðinámi frá LbhÍ og hefur starfað fyrir Skógræktarfélag Íslands um fjögurra ára skeið. Hann er jafnframt stofnfélagi í Ungviði og hefur verið í stjórn frá í fyrra. Ný í stjórnina var kjörin Janine Lock, sem er atvinnuskógarhöggskona frá Kanada og stundar nú meistaranám í umhverfisfræðum norðurslóða við LbhÍ. Hún hefur verið félagi í Ungviði frá 2022. Einnig voru kjörin Orla Henderson frá Skotlandi sem vinnur sem frístundaleiðbeinandi í Borgarnesi og Ragnar Gunnarsson, starfsmaður hjá Hringrás, sem er líka stofnfélagi í Ungviði.

Aðalfundi Ungviðar lauk með því að nýr formaður, Hallþór Jökull Hákonarson, þakkaði fundarfólki fyrir allan áhugann og lýsti svo yfir að nýtt starfsár væri hafið.

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson