07012013-2Stuttu fyrir jól voru sendir tæplega 40 rúmmetrar af grisjunarviði úr lerkiskóginum í Mjóanesi á Fljótsdalshéraði til Elkem á Grundartanga. Þetta er í fyrsta sinn sem grisjunarviður úr skógum Skógræktar ríkisins á Héraði er sendur til Elkem. Grisjunarviðurinn er úr lerkiskógi sem gróðursettur var 1966 og að hluta 1984.

Skógurinn í Mjóanesi sem er um 80 ha að stærð er að mestu gróðursettur á árunum 1965-1969. Stefán Eyjólfsson, bóndi í Mjóanesi, afhendi Skógrækt ríkisins landið til afnota til skógræktar eingöngu í september 1963. Þessi ráðstöfun Stefáns til Skógræktar ríkisins er að mörgu leyti einstök. Í minningarorðum um Stefán skrifaði Sigurður Blöndal, þáverandi skógræktarstjóri, m.a. Stefán í Mjóanesi átti með því tiltæki sínu að afhenda þetta land sitt til skógræktar meiri þátt í því á þessum tíma en margir aðrir, að straumhvörf urðu í viðhorfi fjölda fólks – ekki síst bænda- til skógræktar. Af þeim straumhvörfum spratt Fljótsdalaáætlun og starf Héraðsskóga, því að það var ekki síst árangur ræktunarinnar í Mjóanesi sem reyndist eitt af glansnúmerum skógræktar í landinu.
Myndir og texti: Þór Þorfinnsson