Nú í vor grisjaði Skógráð ehf um 1,3 ha svæði í Skorradal. Helmingurinn svæðisins hafði aðeins einu sinni verið grisjaður en hinn helmingurinn aldrei. Úr grisjuninni fékkst því töluvert magn viðar, eða um 200 rúmmetrar. Á myndunum má sjá stæðu sem fékkst úr stórum reit sitkagrenis (en hann sést í bakgrunni) og skógarhöggsmennina Gísla, Loft og Jón Þór, ásamt fjölskyldu Lofts, gæða sér á páskalambinu sem eldað var í skóginum.

frett_20052009(1)