Nú stendur yfir grisjun á Þingvöllum í stafafurureit sem er nyrst í Hrafnagjárhalli. Þessi stafafura er um 25 ára gömul og voru settar um 8-9000 plöntur á hvern ha. í upphafi. Hluti þessa reits var grisjaður í fyrra og var þá fækkað niður í um 2000 tré á ha. Nú er að koma í ljós að hluti trjánna sem eftir standa af þeirri grisjun eru að falla. Í þeirri grisjun sem nú stendur yfir eru um 3500 tré skilin eftir á hverjum ha lands. Er það von okkar að minna verði um stomfall við þessa grisjun.

Thomas Menne er aftur kominn til starfa hjá Suðurlandsdeild og í þetta skipti ætlar Tom að vinna fram í september. Við bjóðum Tom velkominn til starfa.