U12032013-(12)ndanfarnar vikur hefur verið unnið að grisjun á starfsstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum og hafa þeir Hrafn Óskarsson og Guðmundur Ragnarsson unnið að því verki. Einn af reitunum sem þeir grisjuðu er klónasafn af alaskaösp staðsett í Kollabæjarlandi og var það gróðursett árið 1990. Ýmsir klónar af ösp, aðallega af C-10 uppruna, sem kalla má kvæmið Copper River Delta í Alaska, voru gróðursettir sem 1-2 ára pottaplöntur. Voru settar um 2100 plöntur á ha og lifði mest allt. Áður en grisjun fór fram var hæð og þvermál trjánna í klónasafninu mælt og rúmmálsvöxtur reiknaður út frá þeim mælingum með rúmmálsjöfnu Arnórs Snorrasonar og Stefáns Freys Einsarssonar (lesa um rúmmálsjöfnuna). Í stuttu máli var meðalvöxtur allra klóna 12,7 m3/ha/ári og vöxtur bestu klóna var rúmlega 25 m3/ha/ári. 


Hæstu tré í reitnum voru tæplega 15 m og þvermálið í brjósthæð upp í rúmlega 25 cm. Það sem er áhugavert við þennan reit er hversu hraður vöxturinn er og hversu miklum afurðum hann skilar á stuttum tíma, þó um sé að ræða blöndu af bæði hraðvaxta og hægvaxta klónum. Til gamans má geta að annar grisjaranna, Hrafn Óskarsson, vann einnig að gróðursetningu trjánna fyrir 23 árum síðan. Reiturinn í Kollabæ er aðeins 0,35 ha að stærð og úr grisjuninni komu 45-50 rúmmetrar (m3) viðar sem voru nýttir til arinviðargerðar. Eftir standa 350 tré sem munu á næstu árum heldur bæta í vöxtinn sér í lagi þvermálsvöxtinn þegar þau fá meira rými.

12032013-(14)Út frá þessum niðurstöðum má setja upp lítið reiknidæmi fyrir jarðeiganda sem vill eignast arinviðarskóg til að kynda upp húsakynni sín eða nýta til sölu. Ef gróðursett er til skógar árið 2013 í 10 ha lands og gert er ráð fyrir að viðarvöxtur verði heldur minni en var í Kollabæjarreitnum eða 10 m3/ári/ha. Þá ætti bóndinn um 2000 rúmmetra standandi viðarmassa eftir 20 ár (2033). Ef hann fjarlægði helming trjánna í grisjuninni eins og gert var í Kollabæ, ætti bóndinn að fá 800-900 m3 viðar grisji hann alla 10 ha. Það yrði um 50% meiri arinviður en framleiddur er árlega á landinu öllu. Trén sem eftir standa má síða fella eftir 20 ár í viðbót og framleiða úr þeim verðmætan smíðavið.  


12032013-(13)12032013-(16)

12032013-(17)12032013-(18)


Texti: Hreinn Óskarsson
Myndir: Hrafn Óskarsson