40 ársverk hefðu orðið til ef haldið hefði verið áfram eins og fyrir 2005

Árin fyrir hrun gróðursettuskógarbændur vegum landshlutaverkefnanna um fimm milljónir plantna árlega en nú er árleg gróðursetning rétt um tvær milljónir. Þetta segir Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hún segir mikil vonbrigði að framlög til skógræktar skuli ekki aukin í fjárlagafrumvarpinu. 

Hún sgir að rannsóknir hafi sýnt að bak við hverja milljón gróðursettra plantna skapist um 14 ársverk. Því megi segja að samfara þessum niðurskurði undanfarin ár hafi tapast um 40 ársverk á landinu og þá séu ekki með talin ársverk viðgrisjun og afleidd störf. „Niðurskurðurinn byrjaði þegar árið 2005 í góðærinu miðju og síðan jókst hann verulega eftir hrunið eða um 20%. Ekki hefur tekist að bæta í nýjan leik og það er þvert á  yfirlýsingar stjórnvalda. Því urðum við fyrir vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár og ekki nóg með það heldur voru framlög skorin enn frekar niður núna við aðra umræðu um fjárlög," segir Valgerður í Morgunblaðinu í dag. 

  • Smellið á myndina hér fyrir neðan til að lesa alla fréttina.
.

Texti: Pétur Halldórsson