Um þessar mundir er verið að ljúka við að merkja nokkrar gönguleiðir um Vaglaskóg og koma fyrir kortum og upplýsingum um þær.  Samanlagt eru gönguleiðirnar um 10 km.  Þær eru merktar með ákveðnun litum og er því auðratað um þær.  Farið verður í göngu um skóginn næstkomandi laugardag 27. júlí, kl. 14.00, frá þjónustuhúsi (verslun) undir leiðsögn skógarvarðar. Bæklingar um skóginn liggja frammi.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Skúlason, skógarvörður sími 462-5175 / 892-5175.