Í gær, þriðjudaginn 28. ágúst, komu góðir gestir í heimsókn í Stálpastaðaskóg. Voru það annars vegar finnskir skógarbændur  undir leiðsögn Friðriks Aspelund og hins vegar norskur hópur frá Sogn og Fjordane Skogselskap en sá hópur var leiddur af Einari Gunnarssyni frá Skógræktarfélagi Íslands. Skógarvörðurinn á Vesturlandi hitti báða hópana og fræddi þá um skóginn.  Norski hópurinn hafði verið á Þingvöllum og var uppveðraður af timbrinu í brúnni yfir gapið í Almannagjá. Gestunum leist vel á skóginn og spurðu mikið.

Því miður náðist ekki mynd af finnska hópnum en mynd af þeim norska má sjá hér til hliðar.

Mynd og texti: Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi