Gerður Kristný fyrir austan og Þórarinn Eldjárn nyrðra

Litla ljóðahátíðin er fram undan á Norður- og Austurlandi og verða ljóðagöngur í tveim­ur skógum sunnudaginn 16. októberÍ Hall­ormsstaðaskógi verður ljóðagangan í sam­starfi við Skógræktina. Gengið verður frá bílastæðinu fyrir ofan Atlavík. Skáldkon­an Gerður Kristný les úr verkum sínum á völd­um stöðum á leiðinni. Sérstakur gestur verð­ur einnig íslenskufræðingurinn Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunn­ars­stofnunar á Skriðuklaustri.

Skógræktarfélag Eyfirðinga stendur með aðstandendum Litlju ljóðahátíðarinnar að göngu um Hánefsstaðareit í Svarfaðardal á sama tíma. Þar verður með í för rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn sem á ættir að rekja í Svarfaðardalinn.


Að sjálfsögðu verður í boði kaffi og bornar fram kleinur eða annað góðgæti með á áfangastað enda er það skógarmanna siður.. Gengið verður eftir skógar­stígum sem eru missléttir og undirlagið ólíkt. Því er mikilvægt að fólk komi vel skóað og klætt eftir veðri.

Hér má sjá kort af Hallormsstaðaskógi til að fólk sem vill taka þát í göngunni eystra geti áttað sig á staðháttum. Gengið verður frá bílastæðinu sem sjá má að merkt er upp af Atlavík.

Allir eru velkomnir í ljóðagöngurnar sem eru skemmtilegur viðburður og löngu orðnar að föstum lið í dagskrá skógarfólks á Norður- og Austurlandi.