Fyrir stundu var skrifað undir fyrsta skógræktarsamning Austurlandsskóga á Borgarfirði eystri.  Það var Magnús Þorsteinsson bóndi í Höfn sem skrifaði undir samning um ræktun nytjaskógar á 22 ha. svæði á jörðinni Njarðvík.

Á myndinni sjást Magnús og Jóhann Þórhallsson umsjónarmaður Austurlandsskóga skála fyrir ný undirrituðum samningi.