Hér kemur síðbúin auglýsing á mjög spennandi "happening" á Mógilsá sem verður strax á mánudagsmorgun, 22 apríl, kl. 10:00.

Hörður V. Haraldsson mun flytja erindi sem byggir á doktorsnámi hans við Háskólann í Lundi og nefnist: "Að finna einfaldleikann í flóknum náttúrufyrirbærum með hermilíkanagerð". Hörður er með mastersgráðu í umhverfisfræðum frá LUMES-skólanum í Lundi og er nú í doktorsnámi í hermilíkanagerð í tengslum við umhverfisfræði hjá prófessor Harld Svendrup, sem margir ættu að kannast við.

Hörður hefur m.a. unnið við hermilíkanagerð á breytingum á útbreiðslu birkiskóga á Íslandi á nútíma (eftir lok síðasta kuldaskeiðs), þar sem bæði veðurfarsþættir og áhrif manna (og búpenings þeirra) eru tekin til greina. Hörður mun þó í fjalla meira um hvernig nota má hermilíkön sem tæki til að túlka flóknar rannsóknaniðurstöður, tengja saman mismunandi upplýsingar, o.s.frv. Hann hefur mikinn áhuga á að auka tengsl sín við skógræktargeirann á Íslandi.

Mætum öll á Mógilsá.