Úr fréttum Ríkissjónvarpsins:

Landbúnaðarráðherra ætlar ætlar að beita sér fyrir því að Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins verði sameinaðar í eina stofnun.  Hann segir þessar stofnanir séu að vinna mjög svipuð verk og því sé eðlilegt að þær sameinist.  Þetta á að gerast innan fimm ára.

Það hefur verið lengi í umræðunni að Landgræðslan og Skógræktin sameinist en nú hefur Landbúnaðarráðherra tekið af skarið í málinu. 

Guðni Ágústsson, Landbúnaðarráðherra (B): Já, ég get séð það fyrir mér og ég held að það sé svona framtíðarmúsík sem er að gerast.   Því þetta er auðvitað samskonar verkefni að  rækta tré og sá í land og rækta það.  Þannig að auðvitað sé ég það fyrir mér og ekkert síður útaf hinum miklu skógræktarverkefnum landshlutabundnum að þá er það auðvitað framtíðin.

Magnús Hlynur Hreiðarsson:  Myndi þetta verða mikil hagur fyrir þessar stofnanir að renna saman í eina sæng?

Guðni Ágústsson:  Ég tel að svo geti verið en hinsvegar er það svo með þessar stofnanir að þær eru sterkar í sögunni og eiga sér og eiga sér merka sögu bæði Landgræðslan og Skógræktin og þegar að þessu kemur þá þarf að vera góð samstaða um málið.  Ég vil ekki standa fyrir því með baráttu gegn því.  Þannig að menn verða að vinna það innan frá í þessum fyrirtækjum. 

Höfuðstöðvar Landgræðslunar eru í Gunnarsholti en Skógræktarinnar á Egilsstöðum. 

Guðni Ágústsson:   Það er náttúrulega alltaf deild um höfuðstöðvar en best að ég svari engu um það.  Við eigum glæsilegar höfuðstöðvar hér í Gunnarsholti fyrir Landgræðsluna og austur á Egilsstöðum fyrir Skógræktina.  Ég held að menn geti skipt þessu fyrirtæki, þau eru í öllum landshlutum þessi fyrirtæki og ég held að það þurfi engin átök að verða um það þegar þar að kemur.