Á heimasíðu danska tréiðnaðarins www.trae.dk er grein um framtíð viðarnotkunar í Evrópu. Greinin er skrifuð af Per Tutein Brenöe " Fremtidens anvendelse af træ ? betydning for skovbrug" Per skrifar "að samkvæmt heimildum hafi trjávöxtur í Evrópu síðustu 50 árin verið mun meiri en skógariðnaðurinn hefur nýtt". Skógarauðlindin vex því með hverju ári, sem fellst ekki endilega í auknu flatarmáli heldur stærri trjám og meiri viðargæðum. Tölur frá Skógarstofnun Evrópu (EFI) benda til þess að skógarhögg gæti aukist um 50%.

Per ræðir einnig um viðarnotkunina í Evrópu og bendir á góð rök fyrir aukinni notkun viðar og þá aðalega í húsbyggingar. Viðurinn gefur betra andrúmsloft í hýbýlum manna, húsin eru mun hlýlegri og fólki líður allmennt vel í þannig vistaverum. Timbur er einnig mjög samkeppnishæft í verði miðað við byggingar úr stál og steypu. Einnig mun aukning á notkun timburs í byggingar leiða til minni mengunar gróðurhúsalofttegunda þar sem vinnsla timbursins er mun vistvænni en annarra byggingarefna og timbrið sjálft bindur jú CO2 t.d. inniheldur 1 kg timbur 0,5 kg kol eða 1,8 kg ígildis CO2.

Per nefnir einnig í grein sinni að endurnýttur pappír standi fyrir 42% af hrávöru í pappírsiðnaði í dag. Evrópski pappírs og massaiðnaðurinn spáir áframhaldandi vexti um 2% á ári þrátt fyrir aukinni notkun rafrænna miðla. Pappírsiðnaðurinn lítur á hina auknu notkun á orku úr lífmassa (bioenergi) sem hót þar sem markmið Evrópubandalagsins er að orka úr lífmassa verði 12% af allri orkuoknotkun Evrópu. Í dag kemur 2.7 % af orkunotkun Evrópu úr skóginum en sérfræðingar spá tvöfaldri aukningu árið 2010.

Höfundur nefnir einnig að mörg lönd innan Evrópu vinni að aukinni viðarnýtingu. Má meðal annars nefna Finnska verkefnið "TräFinland" þar sem fjögur ráðuneyti vinna saman að aukinni notkun viðarafurða. Viðarnotkun í Finnlandi er í dag 1 m3 á íbúa og í Svíþjóð 0,42 m3. Í Hollandi er í gangi verkefnið "+20% wood" sem hefur það að markmiði að minka "óendurnýtanleg" efni í byggingariðnaði um 5 % og auka notkun timburs um 20%. Svisslendingar hafa sama markmið og hollendingar að auka notkun um 20% (á næstu 5 árum), frakkar um 25 % á næstu 10 árum og svo má lengi telja.

Per nefnir að samvinna landanna á sviði trjáiðnaðar mun aukast á næstu árum og að sameiginleg markmið verði sett fram. "Almenningur vill búa í tréhúsum en framboðið er lítið" skrifar Per, "en markaðslögmálið mun ráða og fleiri möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni". Höfundur líkur skýrslu sinni með því að hvetja stjórnvöld til að viðhalda og auka samvinnu og rannsóknir á sviði skógarnytja á þá sérstaklega því sem viðkemur timburbyggingum og skapa timburhúsakúltúr! (trebyggnadskultur) með framtíðarsýn.

Þýtt og endursagt af Ólafi Eggertssyni, Mógilsá.

Heimild: www.trae.dk/Dokumenter/Dokument.asp?DokumentID=482