Stafafura er ein þeirra tegunda sem unnið er að kynbótum á til ræktunar við íslenskar aðstæður. Ljós…
Stafafura er ein þeirra tegunda sem unnið er að kynbótum á til ræktunar við íslenskar aðstæður. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Trjáræktarklúbburinn heldur aðalfund sinn í húsakynnum Skógræktarinnar á Mógilsá miðvikudagskvöldið 5. júní kl. 20.

Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf og eru allir velkomnir á fundinn sem hafa áhuga á þessum félagsskap og gætu viljað ganga í klúbbinn. 

Að lokinni aðalfundardagskrá flytur Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur erindi um stöðu kynbótarannsókna í skógrækt á Íslandi. Unnið er að kynbótum á öllum aðaltegundum sem notaðar eru í skógrækt á Íslandi og fleirum til. Brynjar segir frá því og þeim góða árangri sem þegar hefur náðst.

Til að komast að Mógilsá er beygt af þjóðvegi 1 við Esjustofu í Kollafirði þaðan sem vinsæl gönguleið liggur upp á Esju. Þar er strax beygt til hægri og fljótlega til vinstri aftur þegar komið er að skóginum.

Texti: Pétur Halldórsson