Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, er farinn í rannsóknaleyfi til Göttingen í Þýskalandi og verður þar við störf fram á næsta vor.

Arnór Snorrason, skógfræðingur, leysir Aðalstein af á meðan á leyfinu stendur. Þeir sem eiga erindi við Rannsóknastöðina eru beðnir um að snúa sér til Arnórs.