Birkiskógarnir á sunnanverðum Vestfjörðum eru nú í sókn með minnkandi beit. Reyniviður skreytir skóg…
Birkiskógarnir á sunnanverðum Vestfjörðum eru nú í sókn með minnkandi beit. Reyniviður skreytir skógana víða en nú vaxa líka upp gerðarlegir greniskógar vestra.

Loftslagsbreytingar og timburgæði meðal umfjöllunarefna

Vestfirðingar eru gestgjafar Fagráðstefnu skógræktar á þessu ári. Ráðstefnan hefst á morgun, 16. mars á Patreksfirði. Fjallað verður um loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, gæði íslensks timburs og notagildi, tækni og notkun landupplýsinga og margt fleira. Alls verða flutt ríflega tuttugu erindi en einnig farið í skoðunarferð um Tálknafjörð og litið á vestfirska skóga.

Fyrri ráðstefnudagurinn skiptist í þrjá meginkafla eða umfjöllunarefni sem verða fyrirferðarmest í þeim erindum sem flutt verða þann daginn:

  • Yfirvofandi loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim
  • Hvernig er efnið úr íslenskum skógum og hver verða hugsanleg framtíðarnot
  • Landupplýsingatækni og notkun hennar

Alls verða 23 erindi flutt á ráðstefnunni og að henni lokinni er að venju gert ráð fyrir að gefið verði út ráðstefnurit. Greinar fyrirlesara koma þá út í Riti Mógilsár.

Skipuleggjendur Fagráðstefnu skógræktar 2016 eru:

  • Skjólskógar á Vestfjörðum: Sæmundur Kr. Þorvaldsson
  • Skógrækt ríkisins: Pétur Halldórsson
  • Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá: Aðalsteinn Sigurgeirsson
  • Skógfræðingafélag Íslands: Bergsveinn Þórsson
  • Skógræktarfélag Íslands: Einar Gunnarsson
  • Landbúnaðarháskóli Íslands: Bjarni Diðrik Sigurðsson


Dagskrá fagráðstefnu 2016

16. mars

Heiti erindis
Fyrirlesari
09:00-09:05 Setning Sæmundur Þorvaldsson, Skjólskógum á Vestfjörðum
09:05-09:15 Ávarp skógræktarstjóra Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
09:15-09:50 Leiðin frá París - þáttur skógræktar í loftslagsmálum Hugi Ólafsson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
09:50-10:20 Skógarvistkerfi og loftslagsbreytingar Bjarki Þór Kjartansson, Rannsóknastöð skógr., Mógilsá
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:00 Hvað getur íslensk skógrækt gert til að draga úr
nettó-losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi?
Arnór Snorrason, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
11:00-11:20 Innihald og ferli landshlutaáætlana Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri
11:20-11:40 Ræktun jólatrjáa
Else Möller, skógfræðingur Vopnafirði
11:40-12:00 LUK, verkfæri skógfræðingsins Björn Traustason, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
12:00-13:00 Hádegisverður
13:00-13:20 Þéttleiki og ending íslensks trjáviðar Sævar Hreiðarsson, Skógræktarfélagi Reykjavíkur
13:20-13:40 Er íslenskur viður byggingarefni? Ívar Örn Þrastarson, skógfræðingur/húsasmíðameistari
13:40-14:00 Frá skógi til fóðurs Birgir Örn Smárason, Matvælastofnun
14:00-14:30 Essentials of Wildland Fire - Iceland's Fuel Models and Options to Reduce Fire Risk
Wade Wahrenbrock Science Technical Forestry, Soldotna, Alaska
14:30-15:00 Toppar og greinar út ...
Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
15:00-15:20 Skógmælingar með flygildum Lárus Heiðarsson, Skógrækt ríkisins Egilsstöðum
15:20-15:50 Kaffihlé
15:50-18:30 Skoðunarferð
Tálknafjörður og víðar
19:30 ->>> Hátíðarkvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar
Veislustjóri: Gísli Ægir Ágústsson

17. mars

Heiti erindis
Fyrirlesari
09:00-09:30 Afforestation in Iceland, the Use of Alaska Tree Seed Material and Why Fish Like Forests
Wade Wahrenbrock, Science Technical Forestry,
Soldotna Alaska
09:30-10:00 Skjólbelti framtíðar
Samson B. Harðarson, Landbúnaðarháskóla Íslands
10:00-10:20 Bíða nýir trjásjúkdómar eftir fari til landsins? Halldór Sverrisson, Rannsóknastöð skógr. Mógilsá
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:00 Veggspjaldakynning í fundarsal
Stjórn: Bjarni Diðrik Sigurðsson, LbhÍ
11:00-11:10 Gæða- og árangursmat í skógrækt Valgerður Jónsd

Áhrif rótarkals á rússalerkiplöntur í uppeldi og eftir gróðursetningu
Rakel Jónsdóttir, Norðurlandsskógum
11:30-11:50 Kynbætt fura Brynjar Skúlason, Rannsóknastöð skógr. Mógilsá
11:50-12:10 Er ofuröspin fundin? Arnlín Óladóttir, Skjólskógum á Vestfjörðum
12:10-13:00 Langtímaáhrif alaskalúpínu og áburðargjafar á lifun
og vöxt birkis
Jóhanna Ólafsdóttir, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
13:00-13:20 Hádegisverður
13:20-13:40 Langtímaáhrif alaskalúpínu og áburðargjafar á lifun og vöxt birkis
Jóhanna Ólafsdóttir, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá
13:20-13:40 From a Deserted Farm to a Bountiful Bread-basket Benjamin Dippo, Þingeyri (Agro-forestry Planner)
13:40-14:10
Viður í byggingar framtíðar
Aðalheiður Atladóttir arkitekt, A2F arkitektum
14:10-14:30 Framtíðarverkefni skógarbænda Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Vesturlandsskógum
14:30-14:50 Samantekt
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Rannsóknast. skógr, Mógilsá
14.30-15:00 Kynning á næstu fagráðstefnu
Ráðstefnuslit og brottfararkaffi
Aðalsteinn Sigurgeirsson/Sæmundur Þorvaldsson

Ráðstefnan fer fram í félagsheimilinu á Patreksfirði sem er um 200 metra gang frá Fosshótel Vestfjörðum Patreksfirði þar sem gert er ráð fyrir að flestir ráðstefnugestir muni gista.




Texti: Pétur Halldórsson
Myndir: Sæmundur Þorvaldsson