Fagráðstefna skógræktar 2009 verður haldin dagana 16. -17. apríl í sal Þróttar í Laugardal. Dagskráin samanstendur af 25 erindum og 12 veggspjöldum um skógræktartengd málefni. Þemu ráðstefnunnar eru eftirfarandi:

- Plöntuframleiðsla og nýskógrækt.
- Tegunda-, kvæma- og klónarannsóknir.
- Skógarumhirða, viðarnytjar og sjúkdómar.
- Auðlindin: skógar Íslands.
- Skógrækt, umhverfismál og almenningur.

 

Fyrri daginn, þann 16. apríl, verða m.a. haldnar pallborðsumræður með stjórnmálaflokkum um skógræktarmál. Fundarstjóri þess viðburðar er hinn góðkunni útvarpsmaður Sigurður G. Tómasson. Skráning fer fram hjá Ingibjörgu Ragnarsdóttur fyrir 8. apríl með tölvupósti í inga@skogur.is eða í síma 471-2100.


Þeir sem standa að Fagráðstefnu skógræktar 2009 eru:
Landbúnaðarháskóli Íslands (tengiliður: Bjarni D. Sigurðsson)
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá (tengiliður: Ólafur Eggertsson)
Skógræktarfélag Íslands (tengiliður Brynjólfur Jónsson)
Skógræktarfélag Reykjavíkur (tengiliður Helgi Gíslason)