Í sumar hafa eins og undanfarin ár starfað nokkrir starfsnemar frá erlendum skógfræðiháskólum. Í ár eru nemendurinr frá fjórum löndum, Frakklandi, Írlandi, Danmörku og Svíþjóð. Nemarnir starfa við ýmis verkefni og nýta sér reynsluna í námi sínu. Í lok júlí hittust nemendurnir í Haukadal og var myndin tekin við það tækifæri. Á myndinni eru (efri röð frá vinstri ); Emma Johnson Svíþjóð, Emilien Simonot Frakklandi, Cian Gallagher Írlandi, Trine Sofie Nielsen Danmörku, Nicolas Martin Frakklandi, (neðri röð frá vinstri) Mark Keegan Írlandi, Alexandre Mace Frakklandi og Anne Wolff Frakklandi. Á myndina vantar Stephen Patric Lockhart frá Írlandi. Skógrækt ríkisins þakkar kærlega fyrir vel unnin störf þessara starfsnema, sem mun án efa nýtast þeim í námi og starfi í framtíðinni.