Laugardagurinn 6. ágúst

Málþing í hátíðarsal Vopnafjarðarskóla um ævi og ritstörf Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu. Þann 26. júní s.l. voru liðin 120 ár frá fæðingu hennar.

12:50 Blásið til samkomu:Vopnfirsk ungmenni flytja nokkur lög.

13:05 Samkoman sett: Magnús Már Þorvaldsson, menningarfulltrúi Vopnafjarðar.
13:10 Ávarp: Ágústa Þorkelsdóttir.
13:20 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Erla, ævi, skáldskapur og ritstörf.
          Hildigunnur Valdimarsdóttir og Sigríður Elfa Konráðsdóttir lesa ljóð.
13:50 Hlé og hressing.
14:00 Ari Hallgrímsson les úr ljóðum Erlu.
14:15 Trausti Þorsteinsson, Vertu alltaf hress í huga.
14:30 Fanney Hauksdóttir les úr ljóðum Erlu.
14:45 Magnús Stefánsson: Útgáfa félags ljóðaunnenda á Austurlandi á ritverkum Erlu
14:55 Málþingi slitið: Magnús Már Þorvaldsson
15:00-15:30 Sveitakaffi

Athygli er vakin á heiðabýlasýningu í annarri hæð í Kaupvangi, þar sem gefur að lita ljósmyndir af Brunahvammi og Fögrukinn.

16:00-18:00 Ferð um söguslóðir
Lagt er upp frá Kaupvangi, ekið upp Hofsárdal og inn í Brunahvamm. Leiðsögumaður: Haraldur Jónsson

Sunnudagurinn 7. ágúst

Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur, leiðir göngu í Skjögrastaði, fæðingastað Guðfinnu. Safnast saman við aðkomu að Guttormslundi kl. 14:00. Skógrækt ríkisins býður upp á ketilkaffi við Svefnósa.


Erlusjóður, Menningarráð Austurlands og Vopnafjarðarhreppur.



Mynd: frá Hallormsstað, Esther Ösp Gunnarsdóttir