Árið 2008 er fimmta árið sem Skógrækt ríkisins gefur út dagatal og hafa þau verið send í stað jólakorta frá stofnuninni. Í tilefni af aldarafmæli Skógræktarinnar er þema dagatalsins að þessu sinni gömul tré. Eðli málsins samkvæmt eldast dagatöl ekki eins vel og tré og því viljum við bjóða lesendum skogur.is að eignast skógræktardagatal 2008 endurgjaldslaust. Ef þú hefur áhuga á að fá dagatal, sendu tölvupóst á skogur[hjá]skogur.is með nafni þínu og heimilisfangi, settu orðið „dagatal” á subject línuna og við sendum þér dagatal. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.