Skógur er tilbúin skólastofa þar sem læra má um lífið og tilveruna. Hér ræðir Ólafur Oddsson við þát…
Skógur er tilbúin skólastofa þar sem læra má um lífið og tilveruna. Hér ræðir Ólafur Oddsson við þátttakendur á undirbúningsnámskeiði í skógarfræðslu sem haldið var í lok maí 2017 í Ólaskógi í Kjós.

Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Laugardaginn 24. mars verður haldið námskeið á Reykjum í Ölfusi um skipulagningu skógarviðburða. Nám­skeiðið er ætlað áhugafólki um skóg­rækt, skógareigendum, starfs­fólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóg­lendi.

Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógar­viðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka við­burði, skipu­lag og upp­setn­ingu dag­skrár sem höfðar til mismunandi mark­hópa, skipulag og stjórnun, grein­ingu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu.


Hér er verið að kenna verkun eldiviðar sem er mikilvægur þáttur í skógarfræðslu.

Kennarar: Gústaf Jarl Viðarsson, skógarvörður Heiðmörk, Eygló Rúnarsdóttir, kennari HÍ, Þór Þor­finnson, skógarvörður Hallormsstað, Jón Ásgeir Jónsson, verkefnisstjóri SÍ, og Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktarinnar.

Tími: Lau. 24. mars. kl. 9-17 hjá Garðyrkjuskóla Landbúnaðar­háskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 17.000 kr. (kaffi og hádegismatur og gögn innifalin).

Skráningarfrestur er til 22. mars 2018.

Námskeiðið er sameiginlegt verkefni samstarfsaðila um skógarfræðslu, þ.e. Landbúnaðar­háskóla Íslands, Landgræðslunnar, Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarinnar.