Vaxandi áhugi á kolefnisbindingu meðal fyrirtækja

Fregnir berast nú æ oftar af fyrirtækjum sem semja um gróðursetningu trjáplantna til mótvægis við kolefnislosun frá starfsemi sinni. Á vef Morgunblaðsins segir frá því að fyrirtækið Bæk­linga­dreif­ing hafi samið við Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands um gróður­setn­ingu trjáa sem svarar því papp­írs­magni bæk­linga sem Bæk­linga­dreif­ing dreif­ir á ári.

Fram kemur að 1.000 tré verði gróður­sett á þessu ári en áætlað er að Bæk­linga­dreif­ing dreifi um 200 þúsund bæk­ling­um á ár­inu.Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands gróður­setji and­virði fram­lags Bæk­linga­dreif­ing­ar á eigna­jörð fé­lags­ins við Úlfljóts­vatn í Grafn­ingi þar sem mörkuð hef­ur verið ákveðin spilda til verk­efn­is­ins.

Ástæða er til að hvetja fyrirtæki í landinu til að fara þessa leið, draga þar með úr nettóáhrifum starfsemi sinnar á umhverfið, stuðla að aukinni skógrækt, bindingu kolefnis og bættu ástandi gróðurlendis á Íslandi.

Fréttin á mbl.is

Texti: Pétur Halldórsson