Út er komið Ársrit Skógræktar ríkisins. Meðal rannsóknaefnis í Ársritinu að þessu sinni er umfjöllun um viðarfræði, mats- og vottunarkerfi fyrir kolefnisbindingu í íslenskum skógum, skaðvalda í skógrækt, plöntugæði og gæðaprófanir, kolefnisforða í ungum lerkitrjám á Héraði, endurheimt birkivistkerfa og kolefnisbindingu, svepparótar- og sníkjusveppi í jarðvegi og kastaníuskóg í Búlgaríu. Einnig er í ritinu fjallað um rússalerki á Fljótsdalshéraði, grenndarskóga í kennaranámi, áhrif uppgræðslu á birki, öskufall á Þórsmörk og Goðaland, alþjóðlegt samstarf og fjármál stofnunarinnar. Þar að auki eru birtar í ritinu nýtingaráætlanir fyrir Laxaborg í Dalabyggð og Mela-, Stórhöfða- og Skuggabjargaskóg. Efnistök eru því, eins og sjá má, afar fjölbreytt. Hönnuður ritsins er Þrúður Óskarsdóttir hjá Forstofunni.


Ársritið í áskrift

Ársritið er selt í áskrift og kostar ársáskrift 2.000 kr. Hringdu í síma 470-2000 eða sendu tölvupóst á netfangið skogur[hjá]skogur.is, gefðu upp nafn, heimilisfang og kennitölu.