Skógar virðast vera samofnir hugmyndum Íslendinga um nærumhverfi sitt og landslag og vart hægt að finna þéttbýli á Íslandi þar sem lítið eða ekkert hefur verið gróðursett af trjám í nágrenninu eða innan byggðarinnar. Skógarreitir eru líka við sveitabæi. Skógar eru stærri hluti af menningu okkar en við höldum. Fyrirbærin skógrækt og menningararfur eiga nefnilega meira sameiginlegt en margur myndi halda við fyrstu sýn. Daníel Godsk Rögnvaldsson, nemi í sjálfbærri menningarstjórnun við Árósaháskóla skrifar um þetta grein á skogur.is.
Fulltrúi bresku sjálfseignarstofnunarinnar Mossy Earth var á Íslandi á dögunum til að kynna sér vernd og útbreiðslu íslenskra birkiskóga. Í kjölfarið var undirritaður samningur við Skógræktina um fyrsta verkefnið sem Mossy Earth fjármagnar hérlendis, gróðursetningu 50.000 birkiplantna á Bakkakotshálsi í Skorradal vorið 2022.