Yfirlit um erfðavarðveislu skógartrjáa á Norðurlöndunum birtist nýlega í skýrslu skógasviðs norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar NordGen. Slík skýrsla hefur ekki komið út áður en henni er ætlað að varpa ljósi á það sem gert er í hverju landi fyrir sig, sýna hvernig megi útfæra áætlanir um erfðaauðlindir skóga og skilgreina möguleika og úrlausnarefni á komandi tíð.