Ný grein í IAS um ofanjarðarlífmassa náttúrulegs birkilendis á Íslandi og breytingar á honum
Á tímabilinu 1987 til 2007 varð engin breyting á lífmassa ofanjarðar í náttúrulegu birkiskóglendi á Íslandi. Eðlilega mældist hins vegar aukning á svæðum þar sem birki hefur numið nýtt land. Þetta eru niðurstöður íslenskra vísindamanna sem birtar hafa verið í ritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS).
02.09.2019