Á tímabilinu 1987 til 2007 varð engin breyting á lífmassa ofanjarðar í náttúrulegu birkiskóglendi á Íslandi. Eðlilega mældist hins vegar aukning á svæðum þar sem birki hefur numið nýtt land. Þetta eru niðurstöður íslenskra vísindamanna sem birtar hafa verið í ritinu Icelandic Agricultural Sciences (IAS).
Skógræktarfélag Kópavogs hefur í samvinnu við Kópavogsbæ opnað fræðslusetur í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þar er fyrsta flokks aðstaða til útikennsla og lögð verður áhersla á náttúrulæsi, umhverfis- og náttúruvernd og áhrif loftslagsbreytinga á umhverfið.