Vísindamenn við Warnell skógfræði- og auðlindaskólann, sem er hluti af Georgíuháskóla í Bandaríkjunum, hafa komist að því að þar sem landeigendur höggva trjágróður með fram ám og lækjum, til dæmis til að búa til tún eða akra, verða verulegar breytingar...
Undanfarin ár hefur rauðberjalyng fundist í fleiri landshlutum en áður og svo virðist sem tegundin sé að sækja í sig veðrið eftir því sem skóglendi breiðist út. Berin eru bragðgóð og mjög vinsæl í matargerð í Skandinavíu.
Lífmassakaupstefnan Expobiomasa verður haldin í Valladolid á Spáni 24.-26. september. Kaupstefnan er mikilvægt tækifæri til að fræðast og mynda tengsl við fólk, fyrirtæki og stofnanir sem á einhvern hátt tengjast ræktun, úrvinnslu og verslun með lífmassa, meðal annars timbur.
Morgunblaðið ræðir í dag við Björn Traustason, landfræðing hjá Skógræktinni og formann Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, um þau áform að rækta stórfellda skógrækt á Mosfellsheiði. Tilgangurinn er bæði að binda kolefni og að veita höfuðborgarsvæðinu skjól fyrir austanáttum.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir námskeið um mengun, uppsprettur hennar og áhrif þar sem fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs. Námskeiðið er í boði bæði í staðar- og fjarnámi á haustmisseri 2019.