Áhugi virðist vera meðal skógræktarfólks, hönnuða og fleiri á aukinni nýtingu íslensks viðar til ýmiss konar hönnunar og framleiðslu innanlands. Þetta  segir Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður. Sýning hans í Heiðmörk, Skógarnytjar, var liður í dagskrá Hönnunarmars og sprottin af samstarfi hans við Skógræktina.
Skipulag skógræktar, réttindi landeigenda og fleiri hagsmunamál skógareigenda verða rædd á fundi sem Félag skógareigenda á Suðurlandi heldur í Gunnarsholti á Rangárvöllum laugardaginn 7. apríl. Auk skipulagsmálanna heldur landgræðslustjóri erindi um landgræðslu og loftslagsmál.