Skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar aðgerðir í loftslagsmálum miðað við aðgerðir sem snerta neyslu fólks og venjur. Langan tíma tekur að breyta hegðun almennings og pólitískt ómögulegt er að draga úr neyslu. Þetta segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.
Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands vill gera samfélagið grænna með því að gróðursettar verði á hverju ári 100 milljónir trjáplantna í landinu. Þannig megi tryggja næga sjálfbæra orku fyrir raforkukerfi landisins. Stjórnin vill jafnframt auka framlög til lestarsamgangna og hjólreiðabrauta.
Breskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að 300 metra háum timburturni sem reistur yrði á menningarmiðstöðinni Barbican Center í Lundúnum. Tækninni fleygir fram við smíði háhýsa úr krosslímdum gegnheilum viði sem margir telja byggingarefni framtíðarinnar. Hæstu timburbyggingar heims eru nú um 55 metrar á hæð en því er spáð að slík hús fari stighækkandi og 100 metra háar timburblokkir líti dagsins ljós í fyllingu tímans.
Í Bændablaðinu sem kom út í dag er ítarlegt viðtal við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þröstur gagnrýnir í viðtalinu að mikið sé talað um nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum og meðal annars bindingu kolefnis. Ekkert bóli hins vegar á aðgerðum eða fjárveitingum. Umræðan um loftslagsmál hafi oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Framlög til Skógræktarinnar eru 30 milljónum króna lægri í ár en í fyrra.
Skógrækt bænda með önnur aðalmarkmið en timburframleiðslu hefur ekki verið með formlegum hætti innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilraunaverkefni. Í nýútkominni skýrslu um búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra er lagt til að búskaparskógrækt verði komið fyrir í styrkjakerfinu með viðeigandi og aðgengilegum samningum.