Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem stuðla að varðveislu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði. Verkefni sem tengjast íslenskum skógum koma þar meðal annars til greina.
Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa tekið höndum saman og íslenskað stutt myndband sem FAO lét gera í tilefni af alþjóðlegu ári jarðvegs 2015. Í myndbandinu er útskýrt á skýran og skilmerkilegan hátt hversu mikilvægt er fyrir jarðarbúa að standa vörð um jarðvegsauðlindina.
Um 1800 tonn af kjötmjöli hafa verið notuð við að græða upp með skógi örfoka vikursvæði í Þjórsárdal og umhverfis Heklu. Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að kjötmjölið sem framleitt er hjá Orkugerðinni í Flóa sé besta efnið til að bera á slík svæði. Rætt er við Hrein um kjötmjölið í þættinum Græðum landið á sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Þegar líða fer að vori gerir Rakel Jónsdóttir skógfræðingur gæðaprófanir á trjáplöntum frá skógarplöntuframleiðendum. Þróttur rótarkerfisins er kannaður og fylgst með því hvort einhverjar skemmdir eru áplöntunum, sjúkdómar eða óværa. Rætt er við Rakel í Morgunblaðinu í dag.
Lífeyrissjóðir gætu fjárfest í skógrækt með því að stofna hlutafélag í samvinnu við bændur og fagaðila. Á þetta bendir Guðjón Jensson leiðsögumaður sem skrifar grein í nýútkomið tölublað Bændablaðsins. Skógrækt sé fjárfesting til framtíðar.