Ef framlag stjórnvalda og einstaklinga til landgræðslu og skógræktar yrði fjórfaldað frá því sem nú er væri hægt að binda samsvarandi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu árið 2030 og gert er ráð fyrir að allar samgöngur og sjávarútvegur á Íslandi muni losa á þeim tíma. Þetta sagði Brynhildur Davíðsdóttir prófessor á ráðstefnu sem Landsbankinn hélt í gær um áhrif Parísarsamkomulagsins á atvinnulífið. Fjallað er um erindi Brynhildar í Fréttablaðinu í dag.