Á alþjóðlegum degi skóga sem haldinn er 21. mars ár hvert er mannkynið minnt á hvernig skógar og stök tré viðhalda lífi á jörðinni og vernda okkur mannfólkið. Að þessu sinni er sérstök athygli vakin á því að skógar eru ómissandi þáttur í því að viðhalda ferskvatnsbirgðum jarðarinnar. Án ferskvatns fengjum við ekki lifað. En hvað veist þú mikið um skóga og vatn? Taktu þátt í spurningaleiknum á vef FAO. Gleðilegan skógardag.
Vatn er þema alþjóðlegs dags skóga hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Í tilefni af því hefur Skógrækt ríkisins sent frá sér myndband þar sem þrír íslenskir vísindamenn segja frá því mikilvæga hlutverki sem skógar heimsins gegna fyrir vatnsauðlind jarðarinnar og tæpa á niðurstöðum hinnar viðamiklu rannsóknar Skógvatns sem gerð var í austfirsku birkiskóglendi og ræktuðum barrskógum.
Vestfirðingar eru gestgjafar Fagráðstefnu skógræktar á þessu ári. Ráðstefnan hefst á morgun, 16. mars á Patreksfirði. Fjallað verður um loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim, gæði íslensks timburs og notagildi, tækni og notkun landupplýsinga og margt fleira. Alls verða flutt ríflega tuttugu erindi en einnig farið í skoðunarferð um Tálknafjörð og litið á vestfirska skóga.
Vart mæl­ast leng­ur storm­ar miðsvæðis í Reykja­vík vegna bygg­ing­ar nýrra húsa og auk­inn­ar gróður­sæld­ar. Í kring­um 1970 mæld­ust storm­ar álíka oft í Reykja­vík og á Kefla­vík­ur­flug­velli. Morgunblaðið fjallar um málið og ræðir við Harald Ólafsson, prófessor í Veðurfræði við Háskóla Íslands, sem var einn frummælenda á ráðstefnunni „Tímavélinni hans Jóns“ sem haldin var á Egilsstöðum í janúar.
Flestir starfsmenn Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna tóku þátt í stefnumótunarfundi um nýja skógræktarstofnun sem haldinn var á Grand hótel í Reykjavík í gær. Unnið var með þjóðfundarfyrirkomulagi á átta hringborðum og er afrakstur fundarins dýrmætt vegarnesti stýrihóps sem vinnur áfram að mótun nýrrar stofnunar sem stefnt er að því að taki til starfa á miðju sumri komanda. Sem kunnugt er hefur verið lagt til að hin nýja stofnun fái heitið Skógræktin.