„Við byrj­um að saga niður jóla­tré um miðjan nóv­em­ber og ger­um það áfram al­veg fram að jól­um. Fyrstu jóla­trén sem við fell­um eru stærstu trén, al­veg upp í tíu metra há en þeim er ætlað að standa á torg­um. Þetta árið voru öll þau stóru tek­in á Tuma­stöðum því þau hafa verið höggv­in hér í svo mörg ár, við reyn­um að skipta þessu á milli okk­ar á skóg­rækt­ar­stöðvun­um,“ seg­ir Ní­els Magnús Magnús­son starfsmaður í Hauka­dals­skógi í skemmtilegu viðtali í Morgunblaðinu.
Skógurinn og tíminn er til umfjöllunar á skógræktarráðstefnu sem haldin verður í Valaskjálf á Egilsstöðum 20. janúar í tilefni af sjötugsafmæli Jóns Loftssonar skógræktarstjóra og starfslokum hans hjá Skógrækt ríkisins. Yfirskrift og dagskrá ráðstefnunnar er sú sama og þeirrar sem fresta þurfti vegna veðurs og ófærðar 2. desember. Skráningu lýkur 11. janúar.
http://videnskab.dk/miljo-naturvidenskab/juletraeer-pynter-pa-co2-regnskabet Juletræer pynter på CO2-regnskabet 16. december 2009 kl. 11:12 0 kommentarer ...
Alltaf kemur upp umræðan fyrir jólin um hvort betra sé að nota lifandi jólatré eða gervi, hvort sé ábyrgara val gagnvart umhverfi og náttúru. Auðlindasvið Wasington-ríkis í Bandaríkjunum hefur tekið saman skemmtilegan pistil þar sem farið er yfir tíu mítur um þessi mál. Við erum auðvitað ekki hlutlaus hjá Skógrækt ríkisins en bendum á að skylda okkar er samkvæmt lögum að leiðbeina um allt sem að skógrækt og skóggræðslu lýtur.
Aðsókn að fyrsta jólamarkaðnum sem haldinn hefur verið að Vöglum í Fnjóskadal var framar öllum vonum. Hátt í 400 manns sóttu markaðinn í fallegu vetrarveðri og segir skógarvörðurinn líklegt að þetta verði árlegur viðburður í skóginum á aðventunni framvegis.