Ofnýting birkiskógarins í Þjórsárdal var ein stærsta ástæða þess að skógurinn hvarf að mestu á um 14.000 hektara svæði í dalnum frá seinni hluta sextándu aldar fram á þá tuttugustu. Stóran þátt í þessari ofnýtingu átti biskupsstóllinn í Skálholti og lénskirkjur hans eða prestsetur. Um þetta fjalla þrír íslenskir vísindamenn í grein sem nýkomin er út í tímaritinu Human Ecology.
Stálpastaðaskógur er skemmtilegur skógur í hlíðóttu landslagi í norðanverðum Skorradal. Um þennan vinsæla skóg liggja göngustígar með um þrjátíu merktum trjátegundum frá sjötíu stöðum á jörðinni. Nú er kominn út bæklingur með upplýsingum um skóginn og korti af gönguleiðum.
Hátt í tvö þúsund hektarar af tjarfuruskógum hafa verið verndaðir á svæði sem kallast Longleaf Ridge í austanverðu Texasríki í Bandaríkjunum. Eigendur halda skóginum en hafa selt ráðstöfunarrétt sinn yfir skógnum að hluta til. Aðeins um þrjú prósent eru eftir af upprunalegum tjarfuruskógum vestra.
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði 29.-30. ágúst. Í tengslum við aðalfundinn verður einnig haldin lokaráðstefna Kraftmeiri skóga. Skógareigendur á Norðurlandi sjá um undirbúning og skipulagningu aðalfundarins að þessu sinni.