Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, er farinn í rannsóknaleyfi fram á næsta vor. Arnór Snorrason, skógfræðingur, leysir Aðalstein af.
Undanfarnar vikur hefur fjöldi erlendra sjálfboðaliða starfað að stígaviðhaldi á Þórsmörk og Goðalandi. Nú þegar hafa hóparnir skilað rúmlega 100 vikna vinnu, eða tveimur ársverkum og lokið við yfirferð á nokkrum fjölförnustu köflum á Þórsmerkursvæðinu.
Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í  9. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina.
Á morgun verður Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi.
Um liðna helgi opnaði í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi listsýningin „Óskatré framundan“. Opnunin fór fram í miklu blíðviðri að viðstöddu fjölmenni.