Þeir Sighvatur Jón Þórarinsson og Ólafur Eggertsson fjalla um vistfræði reyniviðar í Trostansfirði á Vestfjörðum og beita til þess rannsóknaraðferðum árhringjafræðinnar.
Markmið verkefnisins er að kanna möguleika á notkun íslensku viðartegundanna birkis og víðis til endurheimtar gróðurs á uppblásnum svæðum í Skútustaðahreppi.
Um síðustu helgi fór fram tálgunarnámskeið fyrir félagsmenn í Félagi iðn- og tæknigreina og fjölskyldur þeirra í Heiðmörk í samvinnu við Skógrækt ríkisins.
Starfsfólk Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóg á Akureyri hefur undanfarna daga sinnt vorverkum í garði Gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri.
Fimmtudaginn 10. maí kl 15:00 verður opinn gestafyrirlestur í fyrirlestrasalnum á 3. hæð í húsnæði Landbúnaðarháskóla Ísland. Fyrirlesturinn nefnist: "Dead Wood and Warm Peat: Biotic controls of terrestrial biogeochemical processes" og flytjandinn er Ástralinn James T. Weedon.