Fimmtudaginn 7. október verður sagt í máli og myndum frá skógarferð Skógræktarfélags Íslands til Færeyja. Fjallað verður um trjá- og skógrækt í Færeyjum. 
Vöxtur í trjágróðri hefur verið með eindæmum góður víða um land í sumar en þó má telja víst að hvergi hefur ösp vaxið í líkingu við það sem gerðist hjá tegundablendingum sléttuaspar og alaskaaspar á Mógilsá.