Rannsóknastöð skógræktar heldur í næstu viku alþjóðlega ráðstefnu um landgræðsluskógrækt á Hótel Hvolsvelli í næstu viku eða dagana 24.-25. október. Laugardaginn 26. október verður síðan farið í vettvangsferð í Þórsmörk þar sem þátttakendur fá að sjá hvernig birkiskógurinn hefur jafnað sig eftir öskufallið frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Eyðimerkurmyndun hefur mikil og neikvæð áhrif á umhverfi og efnahag fólks um allan heim. Því munu fyrirlesarar og þátttakendur á ráðstefnunni koma víðsvegar frá og segja rannsóknum sínum og reynslu á þessu sviði.


Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir