Írski bóndinn Sean O’Farrell segir í áhugaverðu myndbandi frá kostum þess fyrir búskapinn að rækta f…
Írski bóndinn Sean O’Farrell segir í áhugaverðu myndbandi frá kostum þess fyrir búskapinn að rækta fjölbreytileg skjólbelti á bújörðinni. Skjámynd úr myndbandi

Skjólbelti eru ekki aðeins til skjóls. Þau fóstra fjölbreytilegt vistkerfi plantna, örvera, smádýra og fugla. Þessi fjölbreytni leiðir til aukinnar grósku og bújörð sem er auðug að skjólbeltum er líka auðug að næringarefnum sem nýtast við ræktun nytjaplantna og búpenings.

Skjólbelti í sveitum Tipperary-héraðs á Írlandi. Skjámynd úr myndbandiÁ þessu hefur írski bóndinn Sean O’Farrell góðan skilning. Hann rekur blandaðan búskap á býli sínu í Tipperary-héraði á Írlandi. Þar ræktar hann meðal annars mikið af grænmeti og ávöxtum. Í ljómandi góðu myndbandi segir hann af skynsamlegu viti frá því hvernig fjölbreytileg skjólbelti fóstra fjölbreytilegt plöntu- og dýralíf og hvernig sá fjölbreytileiki gagnast búskap hans.

Með ólíkum tegundum blómstrandi trjáa og runna laðar O'Farrell til sín margvísleg skordýr, áttfætlur, fugla og leðurblökur. Öll þessi kvikindi gera gagn, losa um næringarefni, frjóvga plöntutegundir sem gefa næringarríka fæðu og örva eðlilegar hringrásir sem efla villtar lífverur um leið og þær gagnast því sem bóndinn hefur framfæri sitt af.

Án skjólbeltanna á búi O'Farrells væri minna að hafa fyrir býflugurnar sem lifna á vorin og þar með væru færri kvikindi til að frjóvga blómstrandi gróðurinn á búi hans. Þar með væri minni von á góðri uppskeru. Með skjólbeltunum sér hann einfaldlega til þess að nytsömu smádýrin sem frjóvga nytjaplönturnar hans hafi nóg að éta. Það launa þær með iðni sinni á ökrum bóndans á sumrin.

Frjóvgandi smádýr stuðla að aukinni uppskeru bóndans. Skjámynd úr myndbandiFjölbreytnin eykur líkurnar á því að nóg sé að hafa fyrir þessi gagnlegu smádýr á búinu frá vori og fram á haust, fyrst hunangsríku blómin og svo berin eða önnur aldin á haustin sem gera þeim kleift að búa sig undir veturinn. Eftir því sem gróður- og smádýralíf er fjölbreyttara verður fuglalífið fjölbreyttara sömuleiðis og með driti fuglanna berast ýmis næringarefni í jarðveginn sem ella væru síður aðgengileg gróðrinum, til dæmis fósfór.

Góðbóndinn Sean O'Farrell bendir á þá ógn sem steðji nú að ýmsum gagnlegum lífverum, svo sem hinum frjóvgandi skordýrategundum, fiðrildum og jafnvel froskdýrum svo nokkuð sé nefnt. Með fjölbreytilegri ræktun á bújörðum megi hamla gegn hnignun þessara lífvera og um leið sé það hagur bóndans.

Á vefnum pollinators.ie má finna áhugaverðar ráðleggingar og margt fleira, til dæmis annað áhugavert myndband um hvernig stuðla megi að slíkri fjölbreytni á bújörðum sem hér hefur verið lýst. Margt af þessu á alls staðar við, líka hér á Íslandi. Fjölbreytileg skjólbelti ættu að vera regla en ekki undantekning á íslenskum bújörðum, rétt eins og á bújörðum hvarvetna annars staðar. Allt of lítill gaumur hefur verið gefinn að skjólbeltarækt í landbúnaði á Íslandi.

Myndbandið sem hér er fjallað um gerði Peter Cutler hjá Crow Crag Productions með tilstyrk menningarskrifstofu Tipperary-héraðs og Á haustin njótum við ávaxtanna af striti smádýranna. Sjálf nota þau líka ávextina til að búa sig undir veturinn. Skjámynd úr myndbandiírska menningarmálaráðuneytinu.

Hlekkur á myndbandið á Youtube á myndbandið á Youtube

Texti: Pétur Halldórsson