Blóðheggur í blóma á Eiðsvelli á Akureyri 1. júní 2016.
Blóðheggur í blóma á Eiðsvelli á Akureyri 1. júní 2016.

Ekkert virðist því til fyrirstöðu að frumvarpið verði að lögum

Algjör einhugur var um frumvarp til laga um nýja skógræktarstofnun þegar greinar frum­varps­ins voru bornar upp til atkvæða­greiðslu í gær ásamt breytingartillögu eftir aðra umræðu. Aðeins er eftir að samþykkja málið sem lög með þriðju umræðu sem fer fram í dag. Þingfundur hefst kl. 10.30 og er málið það tólfta á dagskránni.

Allir þingmenn sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna í gær greiddu frum­varpinu atkvæði sitt. Nú eru aðeins forms­atriðiformsatriði eftir, að bera lögin upp til samþykktar og að forseti Íslands undirriti þau. Ekkert virðist því geta komið í veg fyrir að ný stofnun, Skógræktin, taki til starfa 1. júlí og taki við hlutverki Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skóg­rækts. Skipurit Skógræktarinnar verður kynnt umhverfis- og auðlindaráðherra á næstu dögum ásamt stefnu­skjöl­um og áherslum sem starfsmenn hinna sameinuðu stofnana hafa unnið að undanfarna mánuði.

Atkvæðagreiðsluna í gær má sjá og heyra á vef Alþingis.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson