Trjáklippingar, viðarnytjar og fleira

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú á vef sínum ýmis áhugaverð námskeið sem haldin verða á næstu vikum fyrir trjáræktarfólk og áhugafólk um viðarnytjar og handverk. Fólk getur lært að fella tré og grisja skóg með keðjusög, klippa tré og runna, smíða húsgögn og smærri nytjahluti.

LbhÍ rekur öfluga endurmenntunardeild sem stendur fyrir margs konar námskeiðum um allt land. Í boði eru jafnt stutt og löng námskeið og áhersla er lögð á að þau henti fólki í fullri vinnu. Þá er boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Af því sem er í boði næstu vikurnar má fyrst nefna námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög sem haldið verður á Reykjum í Ölfusi 20.-22. janúar. Þar verða líka námskeiðin Tálgun I og II, það fyrra 20.-21. febrúar en það síðara 6.-7. mars. Sömu daga verður námskeið í trjá- og runnaklippingum Reykjum. Loks er námskeiðið Húsgagnagerð úr skógarefni I sem haldið verður á Snæfoksstöðum í Grímsnesi 20.-21. mars og í Vaglaskógi 27.-28. mars.

Endurmenntun LbhÍ auglýsir námskeið sín á vefsíðunni www.lbhi.is/namskeid. Auk þess eru námskeið kynnt í samstarfi við aðrar landbúnaðarstofnanir og ráðunautaþjónustu.