Ný grein í Icelandic Agricultural Sciences

Út er komin í rafræna vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences grein eftir Mörju Maljanen o.fl. um áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á ýmsa jarðvegsþætti í finnskum mýrajarðvegi. Áherslan í greininni eru áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda (CO2, CH4 og N2O). Einnig bera höfundar þau saman við áhrif af því að bera viðarösku á sama jarðveg, en slík öskugjöf er nú stunduð í stórum stíl í Finnlandi þegar ösku úr líforkuverum sem brenna viði er dreift aftur út í náttúruna. Greinin inniheldur áhugaverðar efnagreiningar á íslenskri eldfjallaösku og gefur jafnframt til kynna að bein áhrif eldgosa á Íslandi geti náð langt út fyrir landsteinana. Höfundar eru frá háskólanum í Austur-Finnlandi og frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Greinina má nálgast hér.