(Mynd: Ólafur Oddsson)
(Mynd: Ólafur Oddsson)

Í síðustu viku gróðursettu nemendur í 1. BJ. í Ártúnsskóla níu greniplöntur í grenndarskógi sínum í Elliðaárdalnum. Trén voru gróðursett í jaðrinum á hátíðarrjóðrinu sem er mest notað í útináminu. Þessir nemendur eru með því að greiða fyrir þau tré sem skólinn hefur nýtt sem jólatré á undanförnum árum en samkvæmt hefðinni sækja nemdur fyrsta bekkjar jólatré í grenndarskóginn. Rauðgreniplönturnar sem gróðursettar voru eru vaxnar af fræi úr könglum Oslóartrésins á Austurvelli árið 2007 en tréð er árleg gjöf Oslóarbúa til Reykvíkinga.

Starfmaður Lesið í skóginn tók könglana af trénu, fræin úr þeim og afhenti starfsfólki ræktunarstöðvar borgarinnar sem sáði þeim vorið 2008 og eru plönturnar því þriggja ára. Þeir skólar sem sækja jólatré sín í grenndarskóg eða vilja koma sér upp jólatrjám geta fengið rauðgreniplöntur sem ættaðar eru af Oslóarjólatrénu með því að setja sig í samband við verkefnisstjóra Lesið í skóginn.

Á myndunum má sjá nemendur Ártúnsskóla leggja alúð við gróðursetningarstarfið og Rannveigu Andrésdóttur, skólastjóra, ávarpa hópinn og aðstoða við gróðursetningu.


frett_07062011_2

frett_07062011_3

frett_07062011_5

frett_07062011_6


frett_07062011_7



Texti og myndir: Ólafur Oddsson